Tag Archives: books

Tropic of Cancer – Book Review

*Englis below.

Tropic of Cancer eftir Henry Miller.

Satt best að segja var ég ekki mjög hrifinn af þessari bók. Eiginlega fannst mér hún hreint út sagt ömurleg. Þessi bók var tímamótaverk í bókmenntum þegar hún kom út árið 1934 en hún hefur ekki elst vel. Hún var bönnuð í Bandaríkjunum fram til ársins 1964 fyrir að vera of sóðaleg og klámfengin. Það var ekki beint sóðaskapurinn og klámið sem truflaði mig, heldur var það æpandi kvenfyrirlitning Henry Millers en hún er svo áþreifanleg í lýsingum hans á konum og í stöðugri notkun hans á orðum eins og „hóra“, „kunta“ og „tík“. Hann leifir sér einnig að nota N-orðið yfir blökkumenn sem í dag er verulega illa séð. Sögumaðurinn var einnig frekar ömurlegur og svo sjálfumglaður að það var óþolandi. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp og leggja bókina frá mér. En einhvern veginn tókst mér að komast í gegnum hana alla, þó ekki væri nema fyrir líflegar lýsingar Henry Millers og hvernig hann setur saman setningar. Ég myndi gefa þessari bók eina stjörnu en gef henni þó tværfyrir notkun hans á tungumálin ( það er að segja fyrir utan dónalegan orðaforða hans yfir konur). Ég myndi aldrei mæla með þessari bók og þó að hún hafi verið tímamótaverk á sínum tíma, þá er hún fyrir löngu komin fram yfir síðasta söludag. Því miður. 

Tropic of Cancer by Henry Miller. 

In all honesty, I was not too fond of this book.  In truth, I hated it. This book was apparently a ground-breaking literary work when it was published in 1934, but it has not aged well. It was banned in the USA for being too obscene until 1964. It wasn’t so much the obscenity that bothered me, but rather the blatant misogyny. His contempt for women is so tangible in his descriptions of them and his persistent use of words like ‘whore’, ‘cunt’, and ‘bitch’ when referring to them. He also uses the N-word for coloured people which today is unexpectable. I couldn’t stand the narrator as well, so obnoxious was he that some times I wanted to crawl into the pages and punch him in the face. There were so many times that I just wanted to give up and put it away. But somehow I managed to get through all of it, only because I partially enjoyed Henry Miller’s sentence-level writing. I would give this book one star but will provide it with two, only for his use of the English language (apart from his vulgar vocabulary to describe women). I would never recommend this book to anyone, and although this book might have been ground-breaking at the time, it is now long past it sell-by date.

Bóka blog / A literature blog.

Gleðilegt Nýtt Bókaár!

*English on next page!

Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur, alveg síðan ég man eftir mér. Bókasafnið var minn griðastaður sem barn. Ég vildi heldur eyða tíma mínum þar og gleyma mér í ævintýraheimum bókanna heldur en til dæmis að reyna að kynnast öðrum krökkum á leikvellinum. Ég var aldrei neitt sérstaklega góð í mannlegum samskiptum hvort eð er og persónurnar í bókunum sem ég las kröfðust þess jafnframt ekki af mér.

Þegar ég var 11 ára gömul var ég búin að lesa allar barna- og unglingabækurnar á bókasafninu og snéri mér þá að fullorðins bókmenntum og urðu erótískar ástarsögur Barböru Cartland fyrstar fyrir valinu og opnuðu þær bækur mér innsýn inn í nýjan heim, heim hinna fullorðnu. Í kjölfarið las ég svo allar bækur Isabel Allende og þá var ekki aftur snúið. Ég fór að lesa allar týpur bókmennta sem ég kom höndum yfir og heimur bókanna stækkaði ört fyrir mér, enda er ég og verð alltaf alæta á bókmenntir. Ég elska einfaldlega að lesa. 

Þegar ég greindist svo með krabbamein í byrjun árs 2016 hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Ég skildi nýta tíman minn í krabbameinsmeðferð vel og ætlaði sko að vera dugleg að lesa en komst svo fljótt að því að mér entist hvorki minnið né athyglin til að lesa eitt né neitt. Ég eyddi mestum mínum tíma fyrir framan sjónvarpið, glápandi á Netflix. Því minna krefjandi sem sjónvarpsefnið var, því betra. 

Eftir krabbameinsmeðferð, árið 2017, fór ég að leita mér endurhæfingar í ýmsum andlegum og líkamlegum æfingum, líkt og göngu og hugleiðslu. Hinsvegar var það heilinn sem enn var týndur einhverstaðar í þoku minnisleysis og athyglisbrests og ég kunni því illa að geta ekki lesið öllum stundum líkt og áður. Því skráði ég mig aftur í háskólanám, í þetta skiptið í stjórnmálafræði við HÍ, til þess að þjálfa upp þennan mikilvæga vöðva sem heilinn er. Allra mikilvægasta vöðvann að mínu mati. 

Ég gleymi því seint þegar ég gekk út af fyrsta fyrirlestrinum og mundi ekki neitt af því sem fram hafði farið. Mig langaði helst til að gráta og hætta við þetta allt saman því ég skildi ekki hvað ég væri að gera þarna ef ég mundi ekki neitt. Ég gafst þó ekki upp þó ég þyrfti að taka upp alla fyrirlestra og hlusta á þá aftur til þess að geta ritað niður glósur, því ég gat ekki gert það á meðan á honum stóð þar sem ég var búin að gleyma því sem kennarinn sagði um leið og hann sagði það.  Og þó ég þyrfti að lesa hverja setningu í skólabókunum aftur og aftur þar til að ég mundi þær, var vinnan þess virði. Einkunnirnar voru kannski ekki jafn góðar og þegar ég var yngri en dugðu þó alltaf til fyrstu einkunnar og hafa farið hækkandi síðan. 

Hægt og rólega fór ég að sjá árangur hjá sjálfri mér og að lokum þurfti ég ekki að taka fyrirlestrana upp lengur því ég var farin að geta glósað jafn óðum og þurfti ekki að lesa setningarnar mörgum sinnum til að muna þær. 

Það var mér mikill sigur þegar ég gat loksins lesið heila skáldsögu mér til gamans án þess að gefast upp og grét ég þá næstum af gleði. Það var í Maí 2019 þegar þeim sigri var náð en þá náði ég að lesa bókina Into the Wild eftir Jon Krakauer alla í gegn. Ég skráði mig í kjölfarið í á Goodreads sem er nokkurskonar samskiptasíða fyrir bókaorma þar sem hægt er að skrá og fylgjast með lestrar árangri og áhuga. Ég náði þó aðeins að lesa 16 bækur það árið en það breytti svo lífi mínu að kynnast hljóðbóka öppunum Storytel og Audible. Ég blanda því nú saman að lesa bækur og hlusta á þær. Ég nýti tímann þegar ég er að þrífa, ganga, elda eða hvíla mig til þess að hlusta á hljóðbækur en þess að milli les ég bækur á venjulegan máta.

Ef til vill var ég bara svo ótrúlega glöð og þakklát að geta notið þess að lesa bækur aftur og ef til vill var ég mjög stórhuga þegar ég setti mér það markmið á Goodreads að á árinu 2020, myndi ég ná að lesa 50 bækur. En ég var búin að ná því markmiði um sumarið og varð því aftur og aftur að setja mér ný markmið. Á endanum urðu þær 105 og hef ég sett annað eins markmið fyrir þetta ár: 2021. 

Hér eftirfarandi eru  að mínu mati 15 bestu bækurnar eða bókaseríurnar af þeim 105 sem ég las árið, 2020 (það er engin sérstök röð á þessu hjá mér):

 1. Evicted: Poverty and Profit in the American City eftir Matthew Desmond 
 2. Låt den rätte komma in eftir John Ajvide Lindqvist.
 3. Dracula eftir Bram Stoker 
 4. The Silvan bókaserían eftir R.K. Lander 
 5. Dalalíf  bókaserían eftir Guðrúnu frá Lundi
 6. Things we didn‘t talk about when I was a girl eftir Jeannie Vanasco 
 7. The night circus eftir Erin Morgenstern
 8. The starless sea eftir Erin Morgenstern 
 9. Eleanor Oliphant is completely fine eftir Gail Honeyman
 10. The Shades of magic bókaserían eftir V.E. Schwab  
 11. Hjartablóð bókaserían eftir Söndru Bergljótu Clausen 
 12. Siglufjörður bókaserían eftir Ragnar Jónasson
 13. Millennium trílógían eftir Steig Larsson 
 14. Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur 
 15. Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur.