Category Archives: Reviews

Tropic of Cancer – Book Review

*Englis below.

Tropic of Cancer eftir Henry Miller.

Satt best að segja var ég ekki mjög hrifinn af þessari bók. Eiginlega fannst mér hún hreint út sagt ömurleg. Þessi bók var tímamótaverk í bókmenntum þegar hún kom út árið 1934 en hún hefur ekki elst vel. Hún var bönnuð í Bandaríkjunum fram til ársins 1964 fyrir að vera of sóðaleg og klámfengin. Það var ekki beint sóðaskapurinn og klámið sem truflaði mig, heldur var það æpandi kvenfyrirlitning Henry Millers en hún er svo áþreifanleg í lýsingum hans á konum og í stöðugri notkun hans á orðum eins og „hóra“, „kunta“ og „tík“. Hann leifir sér einnig að nota N-orðið yfir blökkumenn sem í dag er verulega illa séð. Sögumaðurinn var einnig frekar ömurlegur og svo sjálfumglaður að það var óþolandi. Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp og leggja bókina frá mér. En einhvern veginn tókst mér að komast í gegnum hana alla, þó ekki væri nema fyrir líflegar lýsingar Henry Millers og hvernig hann setur saman setningar. Ég myndi gefa þessari bók eina stjörnu en gef henni þó tværfyrir notkun hans á tungumálin ( það er að segja fyrir utan dónalegan orðaforða hans yfir konur). Ég myndi aldrei mæla með þessari bók og þó að hún hafi verið tímamótaverk á sínum tíma, þá er hún fyrir löngu komin fram yfir síðasta söludag. Því miður. 

Tropic of Cancer by Henry Miller. 

In all honesty, I was not too fond of this book.  In truth, I hated it. This book was apparently a ground-breaking literary work when it was published in 1934, but it has not aged well. It was banned in the USA for being too obscene until 1964. It wasn’t so much the obscenity that bothered me, but rather the blatant misogyny. His contempt for women is so tangible in his descriptions of them and his persistent use of words like ‘whore’, ‘cunt’, and ‘bitch’ when referring to them. He also uses the N-word for coloured people which today is unexpectable. I couldn’t stand the narrator as well, so obnoxious was he that some times I wanted to crawl into the pages and punch him in the face. There were so many times that I just wanted to give up and put it away. But somehow I managed to get through all of it, only because I partially enjoyed Henry Miller’s sentence-level writing. I would give this book one star but will provide it with two, only for his use of the English language (apart from his vulgar vocabulary to describe women). I would never recommend this book to anyone, and although this book might have been ground-breaking at the time, it is now long past it sell-by date.

Bridgerton – Review

*English below.

Þættirnir Bridgerton á Netflix hafa tröllriðið heiminum hvað vinsældir og áhorf varðar og eru númer eitt hjá Netflix á Íslandi. 

En hvað er það við þessa þætti sem gerir þá svona vinsæla hjá áhorfendum Netflix? Fyrir það fyrsta þá eru þeir skemmtilega skrifaðir og húmorinn góður. Mikið er lagt í búninga og leikmynd. Persónurnar litríkar, lifandi og leikararnir huggulegir. Einnig flæða viðburðir sögunnar vel og það virðist aldrei dauður punktur í sögufléttu Bridgerton þáttanna.  

Það eru samt ekki allir sem vita að þessir þættir eru byggðir á vinsælum erótískum ástarsögum eftir rithöfundinn Julia Quinn. Eftir að ég hafði séð þættina á Netflix varð ég mjög forvitin um uppruna þeirra og leitaði uppi bókaseríuna á Storytel. Bækurnar eru átta, jafnmargar og Bridgerton systkinin og ég las/hlustaði á þær á met tíma. Hver bók einblínir þó fyrst og fremst á hvert systkini fyrir sig og þeirra ástarmál. Aðrar persónur fá ekki eins mikið rými í bókunum og þær fá í þáttunum. Þótti mér það alveg sérstaklega vel heppnað í þáttunum hvernig heimur persónanna í Bridgerton var víkkaður út og við fáum að kynnast öllum mun betur áður en að hvert systkinana um sig verður að mið punkti frásagnarinnar líkt og Daphne Bridgerton og hinn undur fagri Simon gerðu í þessari fyrstu seríu. En það er einmitt þessi útvíkkun á sögusviðinu og lifandi persónusköpun sem gerir þættina svo skemmtilega og verðuga hámhorfi. 

Ég mæli hiklaust með því að fólk horfi á þættina ef það hefur ekki þegar gert það (ég er búin að horfa á þá þrisvar) og ef þú ert bókaunnandi eins og ég þá mæli ég með bókaseríunni líka. Bækurnar eru líka mjög skemmtilegar og ekki eins alvarlega vanhugsaðar og sumar grátóna erótískar ástarsögur þarna úti. 

The Bridgerton series on Netflix has taken the world by storm in terms of popularity and viewership. They are currently number one on Netflix in Iceland.

But what is it about this series that makes it so popular to Netflix viewers? To start with, they are well written and humorous. A lot of effort is put into costumes and sets. The characters are colourful, lively and pleasant to look at. The story’s events flow well, and there never seems to be a dead-end to the Bridgerton saga plot.

However, not everyone knows that this series is based on popular erotic novels by author Julia Quinn. After watching the show on Netflix, I became quite curious about their origins. I looked up the book series on Storytel, and I read/listened to them in record time (the books are eight, as many as the Bridgerton siblings). However, each book focuses primarily on each sibling and their love lives. Other characters do not get as much introduction in the books as they do on the show. I thought it was immensely successful in the episodes how the world of the characters in Bridgerton was expanded. We get to know everyone much better before each one is in the foreground of the season series like Daphne and the gorgeous Simon did in this first series. But it is precisely this expansion of the storyline and lively characterization that makes the episodes such a fun and binge-worthy watch.

I definitely recommend that people watch the series if they haven’t already done so (I’ve watched them three times). If you are a book lover like myself, I then recommend the book series as well. They are also very entertaining, well written and not as remarkably ill-conceived as some multi grey-toned erotic novels.

Bridgerton on Netflix.